Getur þú höndlað sannleikann?

Það getur verið erfitt að hlusta á raunverulega upplifun og ánægju viðskiptavina sinna. Að heyra það beint frá þeim hvernig við stöndum okkur í rekstri. En að hlusta er fyrsta skrefið í að bjóða upp á úrvalsþjónustu.
Kari Thor Runarsson
1 mín lestur

Af hverju að mæla ánægju viðskiptavina?

Í hinum harða heimi B2B viðskipta er það að biðja um endurgjöf frá viðsiptavinum svipað og að halda uppi spegli við starfsemi þína. Það krefst hugrekkis og vilja til að horfast í augu við raunveruleikann á upplifun viðskiptavinarins.

En það er gríðarlega mikilvægt fyrir þig að skilja raunveruleikann eins og viðskiptavinir þínir upplifa hann. Ótrúleg verðmæti liggja í því að skilja sjónarhorn þeirra sem hafa samskipti við starfsfólkið þitt og fá veitta þjónustu, og upplifa vöruna þína og vörumerkið þitt.

Því er aðalspurningin: Getur þú höndlað sannleikann?

Ertu tilbúin(n) að hlusta, virkilega hlusta, á það sem viðskiptavinir þínir hafa að segja um hvernig þitt fyrirtæki er að standa sig?

Ef þú ert tilbúin(n) að meðtaka sannleikann er næsta skref mikilvægt: Hvað ætlar þú að gera við hann? Ætlarðu að taka það til þín, læra af því og nota það sem innlegg til að bæta þig?

Eða munt þú hunsa það og missa af þeirri dýrmætu innsýn sem það býður upp á?

Ef þú ert ekki tilbúin(n) að læra af því, bregðast við og gera breytingar, þá ertu kannski ekki alveg tilbúin(n) fyrir sannleikann.

Hvað græðum við að mæla upplifun viðskiptavina?

Það að nýta þér ekki reynslu og álit viðskiptavina, þinna notenda sem hafa treyst þér fyrir peningum sínum er að fara á mis við verðmætar upplýsingar.
Það er eins og að fá fjársjóðskort og velja að fylgja því ekki.

Á fyrirtækjasviði (B2B), þar sem sambönd eru oft náin og oftast margslungin, er mikilvægi þess að sækjast eftir og bregðast við endurgjöf enn mikilvægara.

En þetta snýst ekki bara um að afla gagna, það er auðveldi hlekkurinn í keðjunni. Það er ekki nóg að horfa bara á einhverja tölu heldur þarf að skilja uppleggið á bak við gögnin, reynslu viðskiptavinanna og þær upplifanir sem leynast bak við hrágögnin.

Mikilvægast er svo að taka þennan lærdóm og miðla honum aftur til viðskiptavina þinna og sýna þeim hvernig þú ert að bæta þig miðað við endurgjöf þeirra. Sýnum þeim að rödd þeirra og upplifun skiptir máli.

Fyrir þjónustumiðuð fyrirtæki er þetta eldsneytið sem knýr vöxt og nýsköpun fyrirtækisins og stuðlar að ánægju viðskiptavina þeirra.

Þegar öllu er á botninn hvolft gæti sannleikurinn verið erfiður, en hann er besti hvatinn fyrir vöxt. Hann er áttavitinn sem leiðir okkur í átt að betri vörum, betri þjónustu og meiri ánægju og sterkari tengsla við viðskiptavini okkar.

Ertu með spurningu til Brilliant?

Okkur langar að heyra hvað þér finnst og hvernig þín upplifun er á Brilliant.
Hafa samband