Mæling á ánægju
og upplifun

Mæling á ánægju og upplifun viðskiptavina er lykilatriði þegar kemur að áframhaldandi og endurteknum viðskiptum við þitt fyrirtæki. 

Orsök óánægju greind

Styrkleiki Brilliant felst í að kerfið greinir ekki bara hvort ánægja eykst eða minnkar heldur varpar ljósi á nákvæmar orsakir óánægju og leggur til hvernig má laga upplifunina til hins betra.

Sjálfvirkni og aukin afköst

Gervigreindin okkar velur úr rúmlega 350 fyrirfram sömdum spurningum og aðglagar sig að mismunandi iðnaði og því hlutverki sem svarendur gegna.

Hugmyndafræði sérhönnuð og sniðin að B2B

Tengsl og samband fyrirtækja á fyrirtækjamarkaði eru flókin. Þess vegna duga einnar spurningar nálgun eða einfaldar staðlaðar spurningar illa fyrir þetta flókna umhverfi.

Með Brilliant getur þú með einföldum og fljótlegum hætti fengið endurgjöf frá viðskiptavinum þínum sem veitir þér dýpri innsýn í upplifun og ánægju þeirra sem og orsakir óánægjunnar.

Kannanir fyrir fyrirtæki

Sjálfvirkni, gervigreind og aukin afköst

Brilliant er einfalt og notendavænt kerfi sem lætur vita þegar þörf er á að sinna ákveðnum viðskiptavinum og forgangsraðar viðskiptavinum sem eru líklegust til að hætta í viðskiptum, auk þess að útlista nákvæmlega hvaða aðgerðra er þörf.

Í kjölfarið hjálpar kerfið þér svo við að semja handrit að samskiptum. Þannig getur þú sinnt 10x fleirum viðskiptavinum en áður.

Einföld og fljótleg uppsetning og sjálfvirkar mælingar með reglulegu millibili sem þú stýrir gefur þér rauntíma innsýn inn í upplifun og ánægju viðskiptavina þinna. 

tryggð viðskiptavina
Þjónustukannanir og kannanir upplifun viðskiptavina

Auknar tekjur og minnkað brottfall

Viðskiptaumhverfið í dag einkennist af stöðugt vaxandi samkeppni og minnkandi tryggð. Ef þú sýnir ekki nægjanlega umhyggju gagnvart viðskiptavinum þínum, er samkeppnin alltaf tilbúin til að grípa tækifærið. 

Fjölmargar rannsóknir sýna mikilvægi þess að sinna núverandi viðskiptavinum og ná fram ánægju og tryggð þeirra, enda er 7-11 sinnum ódýrara að selja til núverandi viðskiptavina en að ná nýjum.

Besta aðferðin til að draga úr líkum á brottfalli viðskiptavina er að tryggja ánægju þeirra með því að hlusta á væntingar og þarfir notenda og að þjóna þeim betur en keppinautur gæti gert.

Til að ná þessu marki er nauðsynlegt að skilja hvernig viðskiptavinir þínir meta vörur og þjónustu þína. Ekki bara einu sinni á ári, heldur jafnt og þétt yfir árið. Þannig nærð þú að vera á tánum þegar viðskiptavinurinn er með neikvæða upplifun og getur gripið strax inn í til að bæta það sem fór úrskeiðis.

Hærra svarhlutfall og meiri skilvirkni

Fáðu svör frá meirihluta viðskiptavina þinna og taktu gagndrifnar og upplýstar ákvarðanir sem gagnast flestum þeirra en ekki einungis litlum hluta vegna ónægra gagna.

7%
NPS
53%
Brilliant

Fyrir þjónustudrifin fyrirtæki sem leggja áherslu á Brilliant upplifun viðskiptavina

Skilar sér 10x tilbaka

Hægt er að koma í veg fyrir óánægju viðskiptavina frá fyrsta degi með notkun Brilliant.
Það tekur einungis um 20 mínútur að setja Brilliant upp og koma því af stað.
Kerfið keyrir svo sjálfkrafa í bakgrunni og lætur þig vita um leið og einhver viðskiptavinur þarf þína athygli.
Einföld og hagkvæm mánaðarleg áskrift sem skilar sér margfalt tilbaka í auknum viðskiptum og aukinni ánægju viðskiptavina.

NPS kannanir

NPS er gallaður mælikvarði

Hugmyndafræðin bakvið NPS (Net Promoter Score) er ágæt til síns brúks á einstaklingssviði (B2C) - en því miður nær sú aðferð ekki utan um flókin viðskiptasambönd líkt og eru á fyrirtækjamarkaði (B2B). Gríðarlega margt getur haft áhrif á upplifun og ánægju viðskiptavina á fyrirtækjamarkaði auk þess sem ómögulegt getur verið að finna orsakasamband milli breytingar á NPS stigagjöf og undirliggjandi ástæðum.

Ein af sérstöðum Brilliant er hversu góða innsýn kerfið veitir inn í orsakir og drifkrafta ánægju/óánægju viðskiptavina þinna og er því gríðarlega öflug og áhrifarík viðbót við NPS.

Komdu í veg fyrir brottfall viðskiptavina

Oft veistu ekki af því að viðskiptavinur er óánægður fyrr en hann endurnýjar ekki samninga sína. Á þeim tímapunkti er yfirleitt of seint að gríp til aðgerða þar sem viðskiptavinurinn er líklega búinn að finna nýja þjónustuaðila.

Cliezen hjálpar þér við að bjarga sambandinu við viðskiptavininn og koma í veg fyrir mögulegt fjártap áður en það verður of seint.

Samanburður við samkeppnina

Mælingar okkar varpa ekki bara ljósi á upplifun viðskiptavina þinna, heldur erum við með mælingar hjá fjölda mismunandi fyrirtækja sem gerir okkur kleift að mæla og bera saman upplifun á sömu þjónustuþáttum hjá mismunandi fyrirtækjum.

Í mörgum tilvikum getur Brilliant varpað ljósi á styrkleika fyrirtækinu þínu samanborið við önnur fyrirtæki og jafnvel við þína samkeppnisaðila.
Brilliant getur þannig gefur þér sýn á hvar þitt fyrirtæki veitir yfirburðaþjónustu og hvar samkeppnin er að standa sig betur.

Eingöngu í boði fyrir Brilliant fyrirtæki!

Aðferðafræði Brilliant er þróuð af móðurfélagi þess Cliezen ehf.
Notast var við akademískar rannsóknir og leiðandi kenningar í markaðsstjórnun, sálfræði og viðskiptafræðum við að hanna nýja aðferð til að mæla upplifun og ánægju viðskiptavina á fyrirtækjamarkaði.
Þessi nýja nálgun gerir fyrirtækjum kleift að mæla í rauntíma, með reglulegri endurgjöf, upplifun viðskiptavina sinna á öllum snertiflötum viðskiptasambandsins.

Byrjaðu strax í dag - hver dagur gefur nýja innsýn í upplifun viðskiptavina

„Eftir að við byrjuðum að nota Brilliant.is höfum við fengið margfalt meiri endurgjöf frá viðskiptavinum en áður, og mun betri innsýn inn í upplifun þeirra. Þægilegt vefviðmót hjálpar okkur svo að átta okkur á hvað orsakar upplifunina þannig að við getum breytt og bætt upplifun viðskiptavina til hins betra.”

- Hrefna Sif Jónsdóttir, Framkv.stj. Tix

Tix - Hrefna Sif Jónsdóttir
Fáanlegt á eftirfarandi tungumálum

Hafa samband

Fáðu nánari upplýsingar um hvernig lausnin okkar getur aukið tryggð viðskiptavina og minnkað brottfall dýrmætustu kúnnanna þinna.

Takk fyrir áhugann. Við verðum fljótlega í sambandi!
Obbosí! Eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur.

Um Brilliant

Sagan
Stofnað af reynslumiklum íslenskum frumkvöðlum sem fundu fyrir vöntun á góðri innsýn í upplifun sinna B2B viðskiptavina.
Brilliant er í eigu Cliezen ehf. sem starfar einnig á alþjóðlegum markaði við að mæla upplifanir og ánægju viðskiptavina um allan heim.
Sýn
Okkar markmið er að koma í veg fyrir brottfall viðskiptavina með því að gera samskipti milli birgja og viðskiptavina sem auðveldust og hvetja til opinskárra og heiðarlegra samskipta.
Tæknin
Gervigreind er notuð til að greina og vinna úr endurgjöf frá þínum viðskiptavinum. Með henni er hægt  að spá fyrir um tryggð þeirra og hægt að koma í veg fyrir brottfall og þar með tekjutap.